Ég bara þoli ekki hvernig fólk er að reyna að fara í kringum gildandi auglýsingalög! Síðasta dæmið um það og það versta að mínu mati er auglýsingaherferðin “spegils.is”. Jújú, forvitni mín var vakin og ég fór á heimasíðuna www.spegils.is. Þar er mér sagt að ég þurfi að vera a.m.k. tvítug til að komast inn á síðuna. Þannig varð ég auðvitað ennþá forvitnari og sló inn vitlausan aldur svo ég gæti skoðað þessa merkilegu síðu (ég er 18 ára, á 19. ári). Neinei, eftir rosa-Flash show kemur í ljós að öll mín fyrirhöfn hefur farið í það að komast að því að ný bjórtegind, Spegilsbjór, er komin á markað! Þvílík ósvífni!
Calliope