Þegar ég spái út í það þá átta ég mig á því að ég er byrjaður að fara í bíó svona 1x í mánuði, jafnvel sjaldnar. Bara svona stórmyndir sem ég verð að sjá í bíó, annars tek ég þær á leigu. Ég sem að fór vikulega fyrir nokkrum árum.

En oft þegar ég fer í bíó þá er svona 1/3 af salnum fullur eða minna, finnst þetta vera svo mikil sóun á sýningum.

Hugmyndin mín er að flokka verð eftir því hversu ný myndin er.

T.d….

Forsýning: 1000 kr
Frumsýning: 800 kr
Sýning fyrstu vikuna: 700 kr
Sýning eftir fyrstu vikuna: 500 kr

Ég held að kerfi svipað og þetta myndi alveg örugglega auka fjölda fólks sem að fer í bíó og skila inn meiri hagnaði, eða allavega jafn miklu. Á sama tíma og fólk getur farið í bíó ódýrara.