“Hann er með miklu betri feril að baki sér en Kerry”
Nei, Bush gekk í Þjóðvarðliðið og fékk hjálp pabba gamla við það eins og margir aðrir ríkir strákar.
En Kerry var ekki einn af þessum ríku strákum því hann fór til Víetnam og barðist hetjulega þar.
Bush sat í stjórnum einhverra fyrirtækja( stöður sem pabbi reddaði honum) og einhver þeirra fóru á hausinn. Einnig sat hann í stjórn hafnarboltaliðs og hann þurfti að gera lítið annað en að horfa á leiki. Síðan vann hann við kosningabaráttu pabba síns '92(hvernig fór það nú aftur?). Seinna varð hann ríkisstjóri Texas og er þekktur fyrir að eiga met í dauðarefsingum(ég vil ekki vita hversu margir fanganna voru saklausir enda er réttarkerfið þarna ekkert frábært),
En Kerry bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 1972 en var ekki kosinn. Hann varð vararíkisstjóri Massachussets 1983 og ári seinna öldungdeildarþingmaður þannig hann er mun reyndari pólitíkus en Bush, búinn að vera það í meira en 20 ár.
“Ég sá líka í kappræðunum að hann er alltaf að skipta um skoðun (ég er ekki að tala um þetta þarna sem að var fyrir 32 árum bara).”
Hvar?
“Hann kýs oft á móti einhverri tillögu og segir svo núna þegar að hann er að reyna að vera forseti að ef að hann yrði forseti myndi hann gera þetta sem að hann kaus einmitt á móti.”
Röksnilli þín heillar mig. Ég held að þú sért að tala um þetta 87 milljarða dollara fjárlagafrumvarp til Íraks en staðreyndin er sú að þetta voru tvö ólík frumvörp. Hann kaus með skárra frumvarpinu en á móti hinu. Að segja annað er útúrsnúningur.
“Mér finnst Bush alveg vera að standa sig og svo eru líka menn Kerry að kenna Bush um allskonar hluti sem að var ekki hægt að gera neitt í.”
Já, skattalækkanir sem koma sér sérstaklega vel fyrir hina ríkustu eru frábær hugmynd sérstaklega þegar landið stendur í rándýru stríði. Og þessi “skjóta fyrst, spyrja svo” taktík Bush er alveg frábær hugmynd, við höfum meira að segja fengið eitt stykki stríð út á hana.
En eitt er víst, þökk sé Bush þá eru hryðjuverkamennirnir að hafa náðuga daga, hafa ekki undan við að skrá nýliða og sífellt fleiri og fleiri deyja í hryðjuverkaárásum út um allan heim.
En veistu, ég held að Usama(ekki Osama) Bin Laden sé alveg sammála þér, hann myndi líka kjósa Bush.