Var að keyra á honum áðan (no shit) og alltaf þegar ég steig á bensíngjöfina þá var eins og vélin fengi engin viðbrögð og svo hélt ég inni bensíngjöfinni og allt í einu tók vélin við sér og fór af stað þetta gerðist nokkrum sinnum svo endaði með því að bíllinn drap á sér og hann var á ágætri ferð svo ég lét hann bara renna út í kannt… Prufaði svo að starta aftur og þá fór hann í gang, keyrði þá á honum heim og þá virkaði hann eðlilega, þegar ég kom heim kíti ég svo á vélina og skoðaði nú bara og well, allt í lagi með allt, veit lítið um bílinn og vélina og þannig þannig að ég startaði bílnum og gáði hvort að einhvað kæmi í mælaborðið um að vélin væri hætt að smirja sig eða einhvað með rafgeyminn og það var allt í lagi með allt þannig og hafði verið áður, líka þegar þetta vesen kom upp. Svo ég ákvað bara, humm best að skella sér á rúntinn aftur og sjá hvað skeður.. Og ég fór góðan rúnt og bíllinn var í góðu lagi og ekkert skeði meira og hann virkaði bara eðlilega og allt í lagi með það. Svo var ég núna að koma af rúntinum og fór inn og er að skrifa þennan póst og ég spyr: Er þetta einhvað alvarlegt eða einhvað sem getur alltaf skeð? Bílinn er sjálfskiptur og ég var að spá hvort að sjálfskiptingin væri að hringja í honum en svo var bílinn bara í góðu skapi og ekkert meira skeði… Er þetta einhvað sem maður ætti að láta athuga??
Cinemeccanica