Ég geri mér grein fyrir að þetta þarf ekkert að vera hjá öllum, en eru einhverjir fleiri en ég að lenda í virkilega hægum nethraða nákvæmlega núna. Svo eru sumar síður sem vilja hreinlega ekki opnast og ef ég reyni að ping-a þær kemur að “ping request could not find host…” jafnvel þótt að um sé að ræða síður eins og hi.is sem ætti nú síður að vera niðri. Það er ekkert í gangi í tölvunni og ég er sá eini sem er að nota þetta netsamband núna, en netsambandið er hjá nethönnun. Ef að fleiri eru að lenda í þessu þá er líklega einhvern lausn á leiðinni, en ef það er bara ég þá þarf ég eitthvað að fara að skoða þetta betur.