Stranglers til Íslands
Breska hljómsveitin The Stranglers er á leiðinni til Íslands og heldur tónleika hér á landi 4. desember í Smáranum í Kópavogi.
Hljómsveitin hefur verið starfandi í um þrjátíu ár og er þetta í annað skipti sem hún kemur hingað til lands en sveitin hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 1978. Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, flytur hljómsveitina inn og spila Fræbbblarnir með The Stranglers á tónleikunum. Litlar breytingar hafa orðið á sveitinni síðan þá en fjórir af fimm liðsmönnum hennar í dag spiluðu á tónleikunum í Höllinni forðum.