Hef einu sinni spilað það og já, það var frekar flókið… Það er eiginlega miklu skemmtilegra að fara bara í spurningakeppni, hafa bara spurningarnar en ekki spilaborðið… Mig minnir allavega að það var einhvernvegin þannig að þú ferð í áttina að einhverri íbúð eða þarna stóru myndunum og þegar þú lendir á kaffireit þá færðu kaffibollaspjaldið (skildi samt ekki alveg tilganginn í því) en á hinum reitunum færðu spurningu, og svo á einhverjum reitum áttu að leika það sem stendur neðst á spurningaspjöldunum. Og já, í byrjun spilsins á hver leikmaður að fá svona blað með hlutum í hverri íbúð og kasta teningnum og draga hring um hlutina með sama númer og talan á teningnum… Eða eitthvernvegin þannig.