En það fyndnasta við hana er orðalagið: mundir þú stela bíl.
MYNDIR þú stela bíl,apakettir.
önnur staðreynd: hvað hálviti á íslandi færi að downlaoda mynd utanlands (feature films.com)
En þrátt fyrir heimskulega auglýsingu þá er ég reyndar sammála þeim í kvikmyndunum. Ef ég hef horft á mynd í tölvunni þá er ekki feitur sjens í marmelaðikrukku að ég kaupi hana eða leigi.
most plans are critically flawed by their own logic.a failure at any step will ruin everything after it.
Þetta er rangt hjá þér. Myndir er ekkert réttara en mundir. Í raun er það akkúrat öfugt. Mundi er þátíðarmynd af sögninni að munu, og myndi er u-i hljóðvarpsmynd af henni sem varð á fyrri hluta 20. aldar og þessar tvær myndir hafa verið notaðar jöfnum höndum síðan. Ef maður ætti að velja “réttara” orðið þá ætti maður að nota mundir, en það er samt ekki hægt að halda því fram lengur að myndir sé rangt þar sem það er orðið það gamalt og rótgróið í málinu.
Þetta er svo óraunhæft, nema þetta með kvikmyndina, myndir þú stela bíl, hann tekur ekki jafn mikið pláss og bíómynd á tölvunni og bíómyndin er ekki jafn mikils virði
Kópia af VSH spólu tapar gæðum, kóperaðu kópíuna og gæðin verða hörmuleg.
VHS spóla endist ekki í mjög margar spilanir, né heldur endist hún í neitt sérstaklega mörg ár.
Slíkt takmarkar alltaf fjölda þeirra afrita sem eru í umferð.
Stafræn skrá getur dreifst endalausan tíma og afritast aftur og aftur án gæðataps. Möguleikinn til tjóns er því margfaldur á við tónlist á kassettum og bíómyndir á VHS.
Reyndar er svona áróður ekkert nýr af nálinni. Var að renna í gegnum vínylplöturekkann hans pabba og fann þar plötuna “Is there anthing about?” með hljómsveitinni Brand X. Aftan á henni var mynd af kasettu í sjóræningjastíl ( http://www.ronsens.de/machtdose/images/Hometaping_New.jpg ) og fyrir ofan hana stóð “Home taping is killing music (and it's illegal)”
Þetta þótti mér nokkuð merkilegur fundur, hafði ekki hugsað út í það að þetta hefur verið stundað lengi. ;)
Hehe ég sá þessa auglýsingu mesta bull ever hver í fjandanum hefur séð síðu sem gerir manni kleift að það komi download process bar á síðunni endemis rugl. Þetta er eins og með kvikmyndir og tölvur alltaf eitthvað fáránlegt sem er ekki til og er hægt að gera. Ég sá þessa auglýsingu svo strax eftir að hún var búinn þá kom auglýsing frá skífunni damn irony aint it. =P
Aha er i astraliu nuna og for i bio um daginn og viti menn eg sa nakvaemlega eins auglysingu, ofrumleiki i gangi hehe. EN er satm a moti tvi ad folk se ad stela tonlist og biomyndum i massavis af netinu allt i legi svona eitt og eitt lag til ad sja hvort tu fylir akvedin bond en annad ekki
Ég gæti ekki verið meira sammála þér. Þetta vekur frekar upp umhugsun um andlegt heilbrigði framleiðenda en nokkurn tíma svo mikið sem vott af samviskubiti… Stelur þú bíómyndum… Kanntu annan?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..