Ég verð að vera hreinskilinn. Ísland getur ekki baun í fótbolta. Ég skil ekki þennan HM eða EM draum hjá okkur. Við munum aldrei komast þangað því við erum einfaldlega bara slakir fótboltamenn. Við eigum ekkert heima á stórmóti með snillingum á borð við Brasilíumenn, Argentínumenn, Hollendinga, Tékka, Portúgölum og Spánverjum. Við höfum Eið Smára sem er allra stærsta fótboltastjarna sem við Íslendingar höfum átt en hann er ekki nóg, við þurfum allavega fimm eða sex í viðbót í svipuðum gæðaflokki til að komast á stórmót. Ég er ekki að sjá það gerast. Við erum bara hundlélegir í fótbolta. Og Laugardalsvöllurinn fyllist aðeins einu sinni á ári og það er þegar stórþjóðir mæta til landsins eins og Ítalir, Frakkar eða Tékkar. Annars er stúkan alltaf hálftóm. Og það er á plönunum að stækka stúkuna og eyða meira en hálfum milljarði í það?! Ég bara spyr: TIL HVERS? Svo egó Eggerts Magnússonar eflist og eflist? Asnalegasta hugmynd um Laugardalsvöllinn sem hefur komið fram í áratugi er að fjarlæga hlaupabrautinar svo stúkan komist nær fótboltavellinum, enginn noti hvort sem er frjálsíþróttavöllinn og því sé þetta allt í lagi. Ég segi það og stend fullkomlega við það að hlaupabrautirnar eru meira notaðar en fótboltavöllurinn. Og síðan á Laugardalsvöllurinn líka að vera þjóðarleikvangur Íslendinga en miðað við hugsunarhátt suma á völlurinn aðeins að vera þjóðarleikvangur KNATTSPYRNUNNAR. Frjálsar íþróttir eiga undir högg að sækja og við þörfnumst hlaupabrautanna í Laugardalnum. Hann er eini alþjóðlegi frjálsíþróttavöllur landsins. Og það er verið að hugsa um að taka hann af okkur. Fyrir fótbolta. Íþrótt sem Íslendingar geta ekkert í. Maður hristir hausinn yfir þessari vitleysu.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.