Skuggi sagði:
„Ég veit líka um marga sem að myndu kjósa Kerry af því að Bush vill banna hjónabönd samkynhneigða… En málið er að Kerry er líka á móti hjónaböndum samkynhneigðra, hann hefur bara ekki verið áberandi í þeirri umræðu.“
Út af því að þú lést þetta út úr þér þá sé ég mig tilneyddan til þess að leiðrétta þig. Eins of við vitum öll þá er Bush harðlega andvígur hjónaböndum samkynhneigðra, jafn svo harður að hann fer gegn betri dómgreind aðstoðarfólks síns. Það má jafnvel minnast á það að Cheney, sem margir vilja halda að stjórni í raun landinu, er meðfylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra! Af hverju spyrðu þig kannsi? Jú, hann á samkynhneigða dóttur, og hefur því þessi íhaldsama skoðun forsetans verið visst bitbein milli vinanna.
Kerry á annað borð, sem þú ásakaðir um að vera á móti hjónaböndum samkynhneigðra, hefur aldrei látið það úr sér, hefur jafnvel sagt opinberlega að hann væri fylgjandi þeim(sem þú myndir vita ef þú hefðir fylgst betur með kosningabaráttunni vestra). Það sem hann hefur sagt aftur á móti er að hann sé andvígur ákvörðun Bush um að ríkið skuli banna hjónabönd samkynhneigðra. Hann vill að fylkin í Bandaríkjunum fái að velja það út af fyrir sig hvort þau vilji giftingu samkynhneigðra hjá sér eður ei.
Þarna liggur munurinn, ekki flóknari en það..
Bush - Hjónaband er „heilög“ stofnun og ekki ætlur samkynhneigðum
Kery - samkynhneigð er eðlileg, en það ætti þó ekki að þröngva viss íhaldsöm fylki til að taka upp hjónabönd samkynhneigðra, láta þau ráða þessu sjálf.