Ég veit alveg að þetta hljómar ekkert mikilvægt en ég fór bara í rusl yfir þessu.
Ég átti einn strákavin og hann var ótrúlega góður vinur minn. Svo þetta árið byrjaði hann alltaf að breytast meira og meira og vera svo fjarlægur og pirrandi.
Það var í skólanum föstudaginn (seinasti dagurinn fyrir verkfall) að hann var einhvað að pirra mig og ég var að klikkast.
Og allt í einu er ég bara búin að löðrunga hann (og helvíti fast).
Hann stendur bara þarna ótrúlega hissa, haldandi um kinnina sem að ég barði (sem var orðin eldrauð) og starir á mig. Við vorum að fara úr skólanum þegar þetta gerðist. Ég veit ekkert hvað ég á að gera og gríp bara skólatöskuna mína og tek til fótanna.
Ég hef ekkert talað við hann allt verkfallið. Í sumar vorum við bestu vinir og lékum saman annan hvern dag og ég hef ekkert talað við hann síðan ég löðrungaði hann. Ég hitti hann stundum á böllum og opnum húsum og svoleiðis og ég get varla horft á hann.
Ég er í einhvað svo miklu rusli yfir þessu.
Getur einhver útskýrt afhverju? Ég hef oft löðrungað stráka aftur (allavegana þrisvar) og ég hef líka slegist við stráka en núna bara út af einum löðrungi líður mér hörmulega.
Mér finnst alltaf eina stundina að ég eigi að fara og biðja hann fyrirgefningar út af þessu en hina að hann hafi átt þetta skilið og allt það.
Líka ef einhver gæti útskýrt afhverju ég löðrungað hann skyndilega núna?
Hann er oft áður búinn að pirra mig svona (og meira að segja oft miklu meira) en ég hef aldrei brugðist svona harkalega við áður. Oftast segi ég honum bara að þegja. Núna varaði ég hann ekki við né neitt.
Getur einhver ráðlagt mér einhvað ég er alveg í rusli :S.