Þeir hjá skífunni eru greinilega hræddir um viðskipti sín…


Í framhaldi af fyrirspurnum um lögregluaðgerðir vegna meintra brota á höfunarrétti vill Skífan koma eftirfarandi á framfæri.

—————————–

Þeir sem kærðu meinta ólöglega dreifingu og brot á höfundarrétti voru Samtök Myndrétthafa á Íslandi (Smáís) en ekki Skífan.

Að samtökunum standa mörg fyrirtæki sem gæta hagsmuna rétthafa. Bergvík , Myndform, RÚV, Sam-Félagið, Skífan, Skjár 1 og Stöð 2. Auk þess starfa samtökin með Alheimssamtökum Kvikmyndarétthafa (MPA – Motion Picture Association), Samtón (Samtaka Rétthafa Tónlistar á Íslandi), NAPO (Nordic Anti Piracy Operations) ofl.ofl.

Skífan er vissulega einn af þeim aðilum sem standa að samtökunum og þá sem hagsmunagæsluaðilar erlendra rétthafa efnis. Þó svo að Skífan hljóti eðli málsins samkvæmt að vera á móti ólöglegri dreifingu afþreyingarefnis kom hún ekki á nokkurn hátt nálægt aðgerðunum. Öllum fyrirspurnum vegna þeirra er því vísað til skrifstofu Smáís.