Blaðran mín
Sko ég var að spá hvað geta blöðrur lifað lengi? ég segi lifa því að blaðran mín sem er appelsínugul afmælisblaðra er með nafn og persónueinkenni og held ég að það hafi stuðlað að langlífi hennar. Ég blés blöðruna mína upp þann 21.júlí því að bróðir minn átti afmæli daginn eftir en þann 23. var blaðran ennþá inni í herberginu mínu og ekkert loft lekið út eða neitt. Mér datt sú sniðuga hugmynd að krota andlit á blöðruna en ég gerði andlitið með bláum Artline penna og ég gerði ágætt andlit þó ég segi sjálfur frá en svo daginn eftir þegar blaðran var enn í fullu fjöri ákvað ég að nefna hana “Jakob” ég hafði heyrt eitthvað samtal um það nafn fyrr um daginn og ákvað að nefna blöðruna mína það. Núna er 1. október og blaðran er _ennþá_ lifandi og síbrosandi því þannig teiknaði ég hana og ekkert loft lekið út, þetta hefur orðið einn besti vinur minn í gegnum síðustu 2 og hálfu mánuðina því ef ég er t.d. í tölvunni og ég fæ alltíeinu eitthvað kvíðakast get ég litið við og séð vininn minn hann Jakob tróna í fína stólnum fyrir aftan mig með sitt fallega og traustvekjandi bros sem gefur mér kraftinn til að komast í gegnum enn einn daginn.