shitturinn hvað hann er dýr hér miðað við af amazon.co.uk.
Var að skoða dæmið því að ég var búinn að ákveða það að fara í BT eða skífunna eða einhavð að kaupa hann og svo datt mér bara í hug að kíkja á hann á amazon og þar brá mér heldur betur.
Í skífunni kostar hann kr. 6.999
Ekki veit ég hvað hann er á í bt þar sem vefurinn þeirra hefur ekkert verið uppfærður lengi (greinilega ekki vefstjóri á honum) þannig ég veit ekki hvað hann kostar þar en líklega það sama.
Á amazon.co.uk kostar hann £26.99
Þannig ég reiknaði í reiknivél 26.99*126,810000= SAMTALS: 3422 KR íslenskar. Við erum að tala um pakkan rúmlega 3500 kr dýrari hér á landi heldur en í bretlandi. Hvað er í gangi???
Ég hef engan áhuga á því að vita hvað skífan er að græða mikið á þessu á einu ári. Með þessu okri, þetta þarf ekki að vera svona dýrt.
Jæja, ég hef fengið nóg og er hættur að versla dvd og tölvuleiki hér á landi. Amazon er klárlega málið.
Cinemeccanica