Ég hef komist að niðurstöðu. Mínus er hallærislegasta og leiðinlegasta hljómsveit sem Ísland hefur átt.

Hví?

Ég var að leita að góðu lagi í útvarpinu og þá heyrði ég The Long Face. Ekki að ég fýli þetta lag en ég hélt kannski að það myndi koma eitthvað annað gott lag á eftir því. Þegar ég hlustaði á þetta lag þá byrjaði ég aðeins að hugsa um Mínus og sögu þeirra. Ég man þegar ég var 14 ára þá unnu Mínus Músiktilraunir. Síðan byrjuðu nokkrir strákar í bekknum mínum að hlusta á Mínus. Mér fannst þetta vera harðasta hljómsveit sem ég hafði heyrt í (hafði í rauninni ekki heyrt neitt hardcore shit áður). Jæja, The Long Face var búið í útvarpinu. Og mér brá svolítið þegar ég uppgötvaði að þetta var útvarpstöðin FM957!!! Mínus eru spilaðir á FM957. Þessir menn halda að þeir séu rokkstjörnur en það er bara sorgleg tilraun því það passar ekki að vera einhver glamúr kókaín rokkstjarna á Íslandi. Og þú ert EKKI rokkstjarna ef lögin þín eru spiluð á FM957!

Hvernig getur fólk hlustað á þetta? Eða eru það bara 12-14 ára strákar sem hlusta á þetta?

Mín endanlega niðurstaða er sú:

Mínus er popp.
Mínus eru sellouts

og Krummi þú ert ekki Axl Rose