Nákvæmlega…svo er annað sem við megum ekki gleyma. Ég notaði þessa leið til að kynna mér tónlist frá öllum tónlistarstefnum, löndum, tímabilum o.s.frv. Ég sótti mér alla þá tónlist sem ég gat hugsað mér, hlustaði, lærði að meta sumt en annað ekki. Þetta gerði mig mun fróðari um músík og að betri tónlistarhlustanda. Allt þetta niðurhal á tónlist gerði mig bókstaflega að betri manneskju. En án þessa möguleika hefði þetta aldrei gerst. Ég hefði aldrei keypt þessa músík, ekkert af henni. Þannig að tónlistarverslanir hérlendis urðu ekki af neinum af mínum peningum, þvert á móti. Þetta varð til þess að ég kynntist tónlist almennt betur og verslaði MUN MEIRA en ég hafði áður gert. Ef ég sótti mér plötu á netið og fannst hún frábær þá keypti ég hana, og hugsanlega eitthvað meira efni með sama flytjanda. Ég er ekki að segja að ég hafi keypt allt sem ég sótti, langt því frá. En ég keypti samt sem áður mun meira en ég hefði annars gert, hefði ég ekki haft þann möguleika að kynna mér tónlistina fyrst í gegnum netið. Ef tónlistarinnflytjendur ætla að taka af mér þennan möguleika þá…tja…too bad. Ég mun áfram versla við þá, en bara ekki í nándar nærri eins miklum mæli.
Auk þess var þarna að finna tónlist sem hvergi er mögulegt að fá í verslunum á Íslandi, og hverju eru verslanirnar að tapa á því spyr ég? Ég hefði fyrir löngu keypt mér fjöldan allan af plötum sem ég á á tölvutæku formi ef ég hefði haft tök á því, en megnið af þessum plötum eru bara einfaldlega ekki á boðstólnum hjá þessum yndislegu verslunum okkar. Vilja innflytjendur tónlistar á Íslandi reyna að bjóða þjóðinni upp á mikið og fjölbreytt úrval góðrar tónlistar eða vilja þeir bara græða pening? Ef gróðinn er það eina sem þeir hugsa um þá mega þeir éta skít, en ég vona innilega að svo sé ekki.