Þetta tengist lokuðum höbb (ef ég hef kynnt mér málið rétt, þá skýt ég á að það sé þessi svokallaði miklagarðshöbb Deilis), þar sem allir helstu dreifingaraðilar efnis á Íslandi skiptust á efni. Talað var um að um hundrað notendur stunduðu þennan höbb, og að um 100 terabæti hafi verið í dreifingu þar. Þar af var stærsti notandinn með um 2.7 terabæt af efni, en ég hef einnig frá áreiðanlegum heimildum að tveir aðrir hafi verið að deila um 2 terabætum hvor.
Af tólf manns sem voru teknir í gær gistu tveir fangageymslur í nótt.