ég er búinn að vera 5 ár hjá OV og þurfti að færa mig yfir í vor af sérstökum ástæðum (starfsmaður fletti upp í símtalaskránni minni og lak í fyrrverandi!).
Kynni mín af Símanum þennan stutta tíma hafa verið afleit. Boxið þeirra t.d. er hræðilegt kerfi að vinna með, SMS t.d. er ekki hægt að senda nema 90stafi í einu (hægt að senda 100 á ókeypis SMS kerfinu þeirra!); hjá OV gat maður skrifað heilu bréfin og þeim var bara skipt niður á nokkur sms. Svo er sendandi skráður sem e-ð fáránlegt notendanafn á Boxinu, hjá OV var einfaldlega símanúmerið sendandinn. Það er svo margt svona sem einfaldlega var miklu betra hjá OV og fyrir utan þetta eina leiðindaatvik var þjónustan hjá þeim góð og verðin mun hagstæðari.
Það sem toppaði svo allt voru neðangreind samskipti (í öfugri tímaröð):
Sæll D
Ég vil biðjast afsökunar á þessum ruglingi í mér, en því miður þá getum við eins og er ekki boðið þér upp á neinn heildarafslátt fyrir það að vera með allt hjá okkur. Einnig eru því miður enginn tilboð eða pakkar fyrir upload hraða. Í vor hins vegar vorum við að bjóða upp Allt saman hjá Símanum þar sem við gátum boðið viðskiptavinum okkar upp á heildarafslátt vegna heimasíma, ADSL og GSM, en samkeppnisstofnun hefur stöðvað það tilboð.
————–
Sæl enn einu sinni enn,
ég er nú þegar í 1500kbs svo ég væri þá að færa upp í 2000 sem ég veit vel að eru 1000kr aukalega á mánuði.
Nú erum við búin að skiptast á um 10 póstum. Fyrst sagðirðu mér að ég væri ekki með ADSL hjá ykkur, svo að ég þyrfti að tala við rétthafa númersins (sem er amma mín og ég bý hjá eins og er) og síðan að ég gæti ekki fengið meiri upload hraða. Aldrei fékk ég svar við þeirri einföldu spurningu sem ég lagði af stað með; hvort ég ætti möguleika á e-s konar tilboði eða pakka til að hækka hjá mér upload hraða á ADSLinu þar sem ég er nú með ADSL, Internet, GSM og heimasíma hjá ykkur? Eins og staðan er í dag er ég nákvæmlega engu vísari um það sem ég lagði af stað með og þær upplýsingar sem ég er nú með í höndunum eru þær sömu og ég var búinn að fletta upp á vefsíðu ykkar fyrir um 2 vikum síðan. Þannig að þú ert búin að leiða mig í hring og ég er kominn aftur á byrjunarreit, engu nær!!!!
Það er brandari að fylgjast með þessum sendingum hér að neðan og þú hlýtur að viðurkenna að það hefði verið miklu auðveldara fyrir okkur bæði ef þú hefðir gefið þér tíma til að bara lesa spurninguna mína, ekki flokka sem sem hálfvita í tölvumálum og vísa mér annað. Mér finnst þetta ekki góð byrjun þegar ég er að koma til ykkar eftir 5 ár hjá OgVodafone (hætti þar af persónulegum ástæðum, ekki óánægju með þjónustu sem nb. var mjög góð).
————–
Sæll D
Hér kemur verðskrá ADSL:
ADSL 256 kb/s 2.500 kr.
ADSL 1500 kb/s 3.500 kr.
ADSL 2000 kb/s 4.500 kr.
Ef þú færir þig úr 256 kb/s yfir í 1500 kb/s þá ertu að greiða 1.000 kr meira á mánuði.
————–
sæl aftur!
enda sagði ég *tæplega* 1000 hjá OgVoda… mergur málsins er samt sá að ég hef möguleika á meiri upload en 256 og þess vegna erum við aftur komin á byrjunarreit - hvað kostar það mig per mánuð að hækka hraðann?
————–
Sæll D
Upload nær því miður ekki 1000 hjá okkur. Svona lítur þetta út hjá okkur.
ADSL 256 256 kb/s 128 kb/s
ADSL 1500 1536 Kb/s 256 kb/s
ADSL 2000 2048 kb/s 512 kb/s
————–
veistu ég bara trúi því ekki, OgVodafone er með allt upp í tæplega 1000?!!!
————–
Sæll D
Því miður er ekki hægt að fá meiri upload hraða.
————–
sæl aftur B
heyrðu án þess að vera leiðinlegur þá finnst mér samt eins og þú sért ekki að lesa póstinn minn! Ég er að spyrja um UPLOAD hraða, ég er þegar í 1500 pakkanum. Ég er með allt mitt hjá ykkur, ADSL, Internet, GSM og ég er að falast eftir því hvort ég hafi e-a möguleika á uppfærslu í meiri upload hraða, e-s konar tilboð, bónus eða hvað sem það heitir? Geturðu athugað það fyrir mig, verðskrána er ég löngu búinn að sjá á heimasíðunni ykkar!
————–
Sæll D
Ég vil bjðjast afsökunar á þessum misskilningi hjá mér, en hér kemur verðskrá okkar yfir hraða á ADSL.
ADSL 256 kb/s 2.500 kr.
ADSL 1500 kb/s 3.500 kr.
ADSL 2000 kb/s 4.500 kr.
————–
sæl aftur
já það kemur heim og saman en ég vildi einmitt vita hvort mér standi til boða meiri upload hraði og þegar það er komið á hreint getur rétthafi beðið um það!
————–
Sæll D
Þetta virðist vera smá ruglingur í gangi hjá mér, nefnilega þegar ég fletti upp kennitölu þinni þá kom upp strax símanúmerið aaaaaaaa sem er skráð á þína kennitölu og er hjá Og Vodafone. En bbbbbbb er skráð á K og þar ert þú greiðandi af ADSL hraða sem er 256 kb/s. En þar sem K er skráður rétthafi af bbbbbbb þá verður hún að biðja um breytinguna. Ef símanúmer eru rangt skráð hjá okkur, þá verðum við fá rétthafabreytingu á símanúmerinum svo að hægt sé að setja símanúmer á réttan aðila.
————–
sæl aftur
seinasta vetur var ég með allt hjá ADSL. Síðan slitum við sambúð og hún heldur áfram með aaaaaaaa bæði síma og ADSL. Ég færði allt mitt yfir á bbbbbbb og er þar með ADSL og Internet bæði hjá Símanum. Svo ef það er öðruvísi á að breyta því!
————–
Sæll D
Afsakaðu þetta hjá mér en internet aðgangurinn þinn er hjá okkur en hraðinn á netinu á símanúmeri aaaaaaaa. Þar er ADSL hraðinn hjá OG Vodafone ásamt föstu forvali.
————–
Sæl B
nei nei internetaðgangurinn minn VAR hjá OV ég er kominn með allt mitt yfir til ykkar síðan í júlí!
————–
Sæll D
Ég vil byrja á því að biðjast innilegrar afsökunar á því að svarið berst þér seint, en ég sé að internet aðgangur þinn er hjá Og Vodafone, svo að þú verður að hafa samband við þá til að fá upplýsingar á breytingu á hraða.
————–
Góðan dag,
getið þið vinsamlegast flett mér upp kt. xxxxxx-xxxx og athugað hvort ég geti ekki komist í hraðari upload á ADSL línunni minni og hvað það myndi kosta, þetta 256mbs er bara alls ekki nóg!