það eru til orð yfir fólk sem....
Undanfarið hef ég þurft að bíða eins og fjölmargir aðrir í umferðaröngþveiti út um allan bæ. Oftar en ekki eru það tilgangslausar framkvæmdir sem tefja för, en það er algjörlega óþolandi þegar maður situr fastur í langri bílalest t.d. á morgnanna og allt er þetta út af hálfvitum sem keyra aftan á hvorn annan. Ekki er nóg með það að þessi vanhæfu aumingjar keyri aftan á heldur þurfa þeir að leggja bílunum út á miðri götu og dettur ekkert annað í hug en að hringja í alla sem þeir þekkja meðan beðið er eftir löggunni. Það eru nú kominn nokkur ár síðan ég fékk mitt ökuskirteini en það er mér engu að síður en í fersku minni að það sé óþarfi að kalla á lögreglu nema það verði slys á fólki. Ef þú verður fyrir mér einhvern tímann þá mun ég flauta og segja þér að fara í rassgat…