Djöfull er ég pirraður útí KB Banka! Í gærkvöldi át hraðbanki í Kringlunni kortið mitt og til að fá það aftur átti ég einfaldlega að ná í það í KB Banka útibúið í Kringlunni. Ég fer þangað og tek svona miða með númeri á og þíð eftir því að einhver þjónustufulltrúi (þeir voru alls svona 7-8) losni (2 af þeim voru að hjálpa viðskiptavinum).
Eftir að hafa beðið eftir þjónustu í 10 mínútur þá er ég orðinn virkilega pirraður. Svo eftir að bíða þarna í korter (ekkert búið að gerast hjá þessum bansettu þjónustufulltrúum) þá gengur maður inn, án þess að taka númer og sest hreinlega hjá einum þjónustufulltrúanum og fær STRAX þjónustu. Þá síður uppús hjá mér. Ég fer og spyr einn þjónustufulltrúann (kureysislega) hvort hún geti hljálpað mér og það taki enga stund en nei. Þessi kona hreytir því útúr sér að hún sé “upptekin” (var að dunda sér með einhver 2 blöð og 1 stimpil).
Eftir svona skítaþjónustu (og það hefði ekki tekið meira en 1 mínútu að ná í kortið) þá fór ég út, hringdi í þá seinna um daginn og lét þá senda kortið til Sparisjóðsins þar sem ég get náð í það en ekki fyrr en á mánudag eða þriðjudag! !&"#%$