Þótt ég stórefa það að manneskjan sem skrifaði “skóli sucks” sé til þá er maður farinn að spá svolítið hvað verður um þetta pakk.
Ég man fyrir nokkrum árum þá var kennaraverkfall í 3 vikur sem var algjört himnaríki. Maður spilaði ekkert annað en fótbolta allan tímann. Allir krakkarnir í hverfinu hittust og þetta var bara snilld. Enginn að fara til útlanda eins og í sumarfríum. En neeeeei… Í dag eru öll þessi “feita” kynslóð inni hjá sér í tölvunni. Þetta er svo óheilbrigt.
Hefur einhver tekið eftir líka hvað börn/krakkar/(unglingar) eru orðin dónaleg eða illa upp alin?
Þegar maður var á þessum aldri þá reyndi maður að forðast (unglingana) en í dag þá eru þessi kvikindi bara með stólpakjaft.
Fór í fyrra í annan bekk í grunnskóla og þar tókum ég+bekkjafélagar púlsin á krökkunum og þá kom í ljós, allaveganna strákarnir eyddu mesta hluta dagsins í playstation. Eða bara í tölvu.
Hvað verður um þessa illa upp öldu feitu lötu kynslóð? Nei maður bara spyr. Þetta eiga nefnilega að vera árin sem maður á að hreyfa sig 24/7.