Hvað er málið með asnalegar skammstafanir eins og: LOL, ROFL, OMG, WTF og svo framvegis. Ég veit ekki afhverju þetta fer í taugarnar á mér en það gerir það. Þegar fólk skrifar þetta þá bara horfi ég frammhjá því en þegar fólk segir þetta upphátt í fullri alvöru þá fer bara hrollur um mig.
Ég er ekki að reyna að stoppa þetta, ég er bara að deila skoðunum mínum með ykkur og reina að fá smá útrás.
Þar sem nánast allir nota þessar skamstafanir held ég að ég verði bara rakkaður niður með þennan kork en mér er alveg sama. Bring it on!