Ef einhver hefur áhuga þá eru nokkrar myndir á leiðinni sem eru byggðar á misþekktum tölvuleikjum.
Eins og margir vita þá er á leiðinni mynd með The rock í aðalhlutverki byggð á Doom leikjunum.
meira um doom myndina hér
Einnig er á leiðinni mynd byggð á nýlegum leik sem margir kannast eflaust við, Far Cry. Myndinni verður leikstýrt af Uwe Boll sem er öruglega með ömurlegustu leikstjórum heimsins (Sjáiði bara House of the dead ef þið trúið mér ekki :)) meira um farcry myndina hér
Kvikmynd byggð á Silent Hill hryllingsleikjunum er einnig í vinnslu.
meira um silent hill myndina hér
Önnur mynd leikstýrð af Uwe Boll byggð á leik er einnig í vinnslu, og er hún byggð á bloodrayne leikjunum sem ég veit ekki mikið um meira um bloodrayne myndina hér
Fatal Frame er hryllingsleikur þar sem spilandinn þarf að nota gamla myndavél til að sjá draugana sem eru að þvælast í kringum hana, og það er kvikmynd byggð á þeim leik á leiðinni.
meira um fatal frame myndina hér
Alone in the dark leikirnir eru leikir sem margir kannast við :) og myndi ég gleðjast við þær fréttir að kvikmynd byggð á leikjunum sé á leiðinni ef ekki væri fyrir punginn hann Uwe Boll :( Já, hann leikstýrir þessari líka. Tara reid og Christian slater verða í þessari :/
meira um alone in the dark myndina hér
Spy Hunter kvikmynd er á leiðinni, og sem betur fer er henni ekki leikstýrt af Uwe Boll, heldur John Woo :) og The Rock verður í þessari líka (hann verður einnig í Doom, fyrir þá sem gleymdu því)
meira um spy hunter myndina hér
Hitman leikirnir hafa verið nokkuð vinsælir, og hef ég lesið eitthvað um að kvikmynd byggð á þeim verði gerð, þó svo að imdb sýni ekkert um það ennþá.
Hvað finnst ykkur um þetta?