Er ég sá eini sem er ekki alveg að skilja afhverju fólk hefur svona mikla fordóma gegn fólki sem er brúnt? Ég er ekki að tala um svertingja eða neitt þannig heldur bara fólk sem er úti og er brúnt. Maður heyrir of oft: “helvítis pakk með gel í hárinu, brúnt og massað” Hvað í fjandanum er að því að vera með brúna húð? Þetta gefur til kynna að maður er mikið úti og ef maður er massaður og flottur þá gefur það til kynna að maður hreyfir sig mikið. Og hvað er að því að nota gel? Ég nota pínu gel til að halda hárinu frá augunum þar sem ég er með dáldið sítt hár.
Fyrst ég er ljósbrúnn, með nokkuð flottann líkama og nota gel er ég þá hnakki? Er eitthvað betra að vera alveg hvítur, feitur bólugrafinn unglingur sem fer lítið út og lyktar ílla?
Það er ekkert fyndnara en að sjá einhverja síðhærða gutta í alveg eins nýjum St. Anger Metallica bolum vera að kvarta undan því að allir hnakkar séu eins og að X-ið sé best og þar fram eftir götum.

Hnakkar og þeir sem þurfa alltaf að vera að auglýsa að þeir séu Hardcore rokkarar eru fyrir mér sami hluturinn…


Allt sem ég sagði hér fyrir ofan er mín skoðun og gæti verið röng. Endilega leiðréttið mig ef ég hef sagt eitthvað vitlaust :)