Fyrst var það þannig hjá mér að ég sendi inn greinar aðallega fyrir stigin. Það voru samt ekki beint eitthvað svakalega lélegar greinar. Sendi aðallega inná brandara. Notaði sorp líka til að senda inn asnalegar sögur. Svo einn daginn vaknaði ég og var bara alveg sama og þar af leiðandi notaði ég, líka þann dag í dag, huga.is miklu,miklu sjaldnar, aðallega til að lesa hvað aðrir eru að segja og kannski svara og tjá mig á skrif þeirra.
Þannig er það nú bara, þessi stig voru örugglega gerð upprunalega til að laða fólk að síðunni, að fá stig fyrir eitthvað laðar fólk að. Íþróttmenn fá stig, maður fær einkunnir fyrir próf, einhverskonar stig, 9.5 í prófum einsog að fá 9.5 fyrir langstökk. Á ólympíuleikunum er gefið stig fyrir margar greinar. Stig laða fólk að. Maður verður ánægður við að fá stig einsog maður sé að gera einhverja góða hluti, það er yfirleitt þegar stig eiga annars vegar en hinsvegar á huga þjónaði það í rauninni engum tilgangi. Fólk vildi safna stigum upprunalega hér,langfyrst því það hélt að stigin gerðu eitthvað gagn, maður fengi vinning fyrir 1000 stig eða eitthvað. Því stigin gera það í svo mörgu, ef maður fær 9 í einkunn er maður ánægður, þá veit maður að maður er að standa sig, líka í þannig íþróttum sem einkunnagjöf,stig eru annars vegar.
En á huga.is gerir þetta ekkert gagn. Fólk vissi það ekki, svo komst það að því en hélt svo áfram að senda inn allan anskotann bara fyrir stig.
Með því að stoppa stigahækkun þá koma inn áhugaverðari greinar oftar, áhugamálin eru ekki jafn virk en það kemur ekki ógrynni af rugli.
Með þessu hætta allar gelgjurnar og er það mjög þægilegt. Þannig það getur ekki verið nema gott að stigahækkunin hætti.
Ég hef nú tjáð mig.
kv.
Deathrock