Veistu, ef eitthvað er erfitt þá er það að öskra yfir 20 krakka og segja þeim hvað þeir eiga að gera, minnst 20 sinnum. I have tried. Reyndar var það bara að þjálfa, en það var örugglega léttara en að kenna (þó að þetta sé svipað í megin atriðum..:P). Nei, veistu ég býst ekki við því að það sé auðvelt að vera frá klukkan 8-15 á hverjum degi að öskra og miða fróðleik til barna. Og já, kennarar þurfa að öskra. Eftir fjögra ára veru í skóla hérlendis (samfleytt) þá hef ég komist að því að kennarar þurfa að öskra, annars hlustar fólkið sem skilur ekki tilgang skólans ekki.