Um daginn fór ég í Skífuna til að kaupa mér miða á uppistandið Black Label. Ég bað um einn miða en kerfið var eitthvað að klikka hjá Skífunni og þeir báðu mig að koma á morgunn, ég sagði ,,Ekkert mál". Ég kom daginn eftir og bað um einn miða og fékk þann miða eftir að þeir redduðu kerfinu. Ég var orðinn gríðalega spenntur með miða á fyrri sýningu Black Label.
Á föstudaginn fór ég tímaleg í Háskólabíó til að ná mér í góð sæti, þá fékk ég að vita að fyrri sýningin hafði verið sameinuð seinni sýningunni, sem var kl 22, en fyrri var kl 19. Mér fannst þetta vera frekar fáranlegt og fór. Ég kom svo aftur tímanlega fyrir 22. Þá var ekkert af fólki.
Þegar maður var kominn inní salin hljóp maður fremst og náði sér í bestu sætin.
Þegar sýningin var að byrja leit ég í kringum salin það var ekkert af fólki. Ekki einu sinni hálfur salurinn var fullur. Mér fannst þetta ferlega leiðinlegt fyrir uppistandarana. Ég reyndi að láta þetta ekki trufla mig og horfði á uppistandið. Sem var án efa eitt að betri uppistandi sem ég hef farið á. Þegar Pablo Fransico kom með Mike Loftus og Cory Holcomb, það var ágæt, en þeir áttu ekkert í Black Label. Fólkið í salnum skemmtu sér konunglega, það hefur bætt upp fyrir fólkið sem vantaði í salinn. Þið sem fóru ekki á þetta þið án efa misstuð af miklu.
Kv. OrkaX