Nú fer hver að verða fyrstur að koma upp stafrænu dreifikerfi fyrir sjónvarp. Norðurljós voru að kaupa risastóran hlut í Og Vodafone, sem mun koma til með að setja upp dreifikerfi fyrir fyrrnefndan ljósvakamiðil.
Síminn hefur að sama skapi tilkynnt að á næstu dögum fari fram tilraunaútsendingar í gegnum DSL kerfi fyrirtækisins, og mun það koma til með að virka eins og sjónvarp í gegnum breiðband. Hægt verður, að sögn talsmanna, að horfa á tvær sjónvarpsrásir í einu ásamt því að vafra um á netinu með þessari tækni.
Og núna er bara að sjá hver hreppir hnossið og verður fyrstur…