Nýlega byrjaði Landsbankinn að auglýsa þessa svokölluðu launavernd sína. Auglýsing þeirra var sú lélegasta sem ég hafði séð í íslensku sjónvarpi.
Stuttu síðar gerðu þeir aðra auglýsingu fyrir það sama, sú auglýsing hrifsaði botnsætið af þeirri fyrri og Landsbankinn átti því 2 neðstu sætin á þessum lista mínum.
Í gær rak mig hins vegar í rogastans þegar ég sat í mestu makindum að horfa á sjónvarpið. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst þeim að gera auglýsingu sem var verri en hinar tvær.
Þessar auglýsingar eiga það allt sameiginlegt að í þeim reynir fólk, sem kann ekki að leika, að sannfæra vini og vandamenn um það hversu æðisleg launavernd Landsbankans er.
Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þessar auglýsingar komist ansi nálægt Svar auglýsingunni hér um árið hvað lélegan leik varðar, hins vegar hefur Landsbankinn vinninginn þegar aðrir þættir eru teknir inn í.
Ég verð virkilega reiður þegar ég svo lítið sem hugsa um þessar auglýsinga