hvað kostaði olíutunnan fyrir ári? en tveimur árum?? og þá spyr ég ennþá, hvað kostaði bensín á íslandi fyrir svona 2 árum? en 5 árum? er einhver sem veit(eða man) þetta?
Bensínverð á Íslandi (aftur í tímann) má eflaust nálgast hjá olíufélögunum.
Hafðu svo í huga að stór hluti af opinberum álögum á eldsneyti á Íslandi eru flöt gjöld, sem skýrir hve miklu minna verð til neytenda hér sveiflast en heimsmarkaðsverð.
eitt sem ég veit, að þegar ég fékk bílpróf fyrir 2 árum síðan þá kostaði að fylla bílinn minn 4500 kr.- (sami bíll og ég er á núna) Núna íd ag kostar það 5500 kr.- og alveg upp í 5800 kr.-
PugMan: hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu, því þetta er saga sem maður heyrir oft. Ég prófaði núna að keyra nokkra tanka á “venjulegu” bensíni og fann engann mun á eyðslu, hljóði eða gang miðað við Orkubensínið sem ég nota venjulega. Ég myndi virkilega vilja sjá einhverjar steinsteyptar upplýsingar um þetta mál.
Einn félagi minn vinnur á verkstæði og hann hefur þurft að tappa bensíni af bílum því þeir ganga bara eins og druslur. Svo er skellt ALVÖRU bensíni á þá, og allt í fína. Og hvaðan kemur þetta lélega bensín? Orkunni
Og svo einu sinni, þá urðu mistök hjá orkunni hliðiná kringlunni. Og mikið magn af vatni komst útí bensínið. Og þessi félegi minn fékk bíl í viðgerð sem fór ekki í gang, eftir að hann fann ekkert að bílnum ákvað hann að tappa smá bensíni af bílnum og kveikja í því. Það gekk soldið illa!
Ég veit fyrir víst að bensín á ÓB, Olís, Essó og egó er allt sama bensínið og kemur úr sömu tankskipumnum. Olíudrefing sér um dreifingu fyrir þessa aðila. Síðan held ég af fyrirhöfnin við að halda tvo lagera af öllum gerðum af bensíni sé það mikil að það borgi sig ekki. Mér finns mjög líklegt að þetta sé svipað hjá Orkunni og shell.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..