“soldið” var nú ekki einu sinni það versta við þessa grein sem var með endemum illa skrifuð.
“léleg hönnun á uppsiglingu”
Hvað þýðir þessi setning eiginlega?
Í fyrsta lagi er orðið uppsigling notað um eitthvað sem er væntanlegt. Í öðru lagi er þá talað um að eitthvað sé Í uppsiglingu, ekki Á.
“nöldra soldið útí þetta”
Veit ekki alveg hvar á að byrja þarna.
Jú, soldið er ekki til í íslensku, er slanguryrði yfir ‘svolítið’.
Ef þú nöldrar, þá nöldrarðu YFIR einhverju, ekki ÚT Í eitthvað, sem vel á minnst er tvö orð, ekki eitt.
Úff… ég bý ekki á Íslandi lengur en mér þykir það skelfilegt hversu lélegt vald fólk hefur á móðurmálinu sínu í dag. Ég tala ensku allan liðlangan daginn vegna þess að ég bý í Los Angeles, en ég held minni íslensku að því er virðist miklu betur en fólk sem talar íslensku.
Hvað er að gerast?
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.