Þessi fídus er eiginlega svolítið limbó. Almennt er það þannig í vöfrum að tenglar hafa aðra liti þegar hefur verið smellt á þá.
Ef við skellum þessum fídus í gang þá er spurning um hvernig hann sé útfærður. Annars vegar er hægt að merkja allan þráðinn/umræðuna lesna, en þá virðist hún enn lesin ef einhver sendir inn nýtt svar.
Hinsvegar er hægt að merkja þau svör sem viðkomandi hefur séð. En ókosturinn við það er gríðarlegt magn af merkjum í gagnagrunninum hjá okkur og þungar vinnslur í sambandi við það.
Við erum að skoða þetta samt sem áður.
kv,
Aquatopia