Það er eitt og aðeins eitt sem ég þoli ekki á Huga: Helvítis nöldrarar!
Þeir nöldra yfir stigum, stigahórum, upphrópunarmerkjum, illa unnum könnunum o.s.frv.
Fólk er hérna inni til að skemmta sér og þarf ekki á því að halda að því sé sagt hvað þeir séu miklir hálfvitar að nota of mörg upphrópunarmerki eða að reyna bara að ná sér í stig (sem btw eru gagnslaus nema bara til gamans fyrir notandann). Ef ég verð var við einhvern sem er með skítkast og leiðindi, eða er að misnota þræðina á einhvern hátt þá leiði ég það hjá mér og skrolla framhjá því.
Þetta er í síðasta skipti sem ég nöldra af fyrra bragði, ég lofa.