Þegar þetta er skrifað á Jay Leno að vera á dagskránni á Skjá 1 en það stendur að hann sé í fríi.
Samt tekur maður eftir því að þegar viðmælendur hans eru hjá honum að hann segir oft frá því að hann fari nánast aldrei í frí.
Mig minnir reyndar að einu sinni hafi hann talað um að hann hafi verið í fríi og að hann hafi talað um að það sé mjög sjalgjæft að slíkt gerist en þá talaði hann einmitt um þetta sjaldgæga frí sitt.
Þrátt fyrir að ég hafi oft séð að “Jay Leno sé í fríi og að þáttur sé endursýndur” að þá man ég bara eftir þessu eina skipti sem hann hafi talað um þetta.


Getur verið að Skjár 1 sé bara að fífla okkur og að þeir hafi í raun bara ekki efni á öllum þáttunum og þess vegna sé hann stundum í “fríi”?

Hvað haldið þið? Er hann kannski bara svona oft í fríi?