Já, jújú, mikið rétt, það hafa nokkrir bent á galla og ég vil ekki vera síðri maður og benda á tvo galla, annan þeirra tel ég nú heldur betur stóran.
Sá minni er að áhugamálalistinn minn virkar ekki lengur. Ó nei, þegar ég ætla mér að hoppa á milli áhugamála þá bara kemur ekkert. Alls ekkert.
Svo er annar galli, og hann ER heldur stór. Þannig er einmitt mál með vexti að ég ætlaði mér að senda inn mynd á eitt af þeim áhugamálum sem ég stjórna. Ég ýti á \\\“senda\\\” eða hvað í andskotanum sem stendur, og þá fæ ég eftirfarandi villumeldingu:
Warning: ftp_connect(): php_hostconnect: connect failed in /www/www.hugi.is/inc/box/content/images.inc.php on line 853
Warning: ftp_login() expects parameter 1 to be resource, boolean given in /www/www.hugi.is/inc/box/content/images.inc.php on line 854
Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /www/www.hugi.is/inc/box/content/images.inc.php:853) in /www/www.hugi.is/scripts/submit.php on line 57
Svo kíki ég, og þá kemur í ljós að jú, lýsingin á myndinni kom inn, en hvað varðar myndina sjálfa, þá vantar hana algjörlega.
Smá viðbót: Það gengur illa að vitna? Allaveganna, þá kom endurskoðunarglugginn minn alveg hrikalega illa út þegar ég reyndi að vitna í villumeldinguna. Einnig gengur ekkert að vitna í höfund.
Þess má geta að ég er að nota Mozilla Firefox 0.9.3