Serious Sam, First Person shooter sem ég er búinn að bíða eftir í talsverðan tima. Um leið og hann kom út í Bandaríkjunum og annars staðar í Evrópu var eitt sem olli því að hann fékk talsverða athygli. Hann kostaði einungis 20 dollara eða 19.99$. Enginn leikur hefur verið með svona lágt verð í langan tíman síðan Sinclair Spectrum var og hét. Ástæðan fyrir því að þetta verð er svo magnað er út af því að leikurinn er með talsvert mikið af aukahlutum fyrir þá sem vilja búa til sitt eigið drasl fyrir leikinn.

Leikurinn er kominn í BT og Skífuna og er ég mjög ánægður með það. En hvað sé ég? 3.999 og 3.799 þeas þessi leikur er verðsettur á sama verði og leikir sem eru tvöfalt dýrari úti. þeas leikir sem kosta 40$. Mér sýnist bæði skífan og BT hafi haldið að auðvelt væri að græða á heimskum neytendum. Ég hringdi meira að segja í Skífuna og var mér sagt að hann selst það vel að þeir myndu ekki lækka verðið á honum jafnvel þótt hann væri ódýrari alls staðar en á Íslandi.

Finnst mér nú skítt að svona er farið með neytendann. Hef ég komist að því að ódýrara væri að panta nokkur eintök með vinum sínum en að kaupa hann út í búð.

Ef ykkur finnst þetta fúlt(þeas leikjaunnendur) þá endilega hringja í Skífuna eða BT og kvarta yfir þessu svínaríi.<br><br>—————————
“Sticks and stones may break my bones, but words will never hurt me.”
<a href="http://www.svanur.com">www.svanur.com</a
[------------------------------------]