Frábær leikur og algjör snilld að sjá okkar menn spila svona vel á móti arfaslökum ítölum.
B-lið? Buffun, Nesta, Materazzi, Zambrotta, Gattusso, Marco Di Vaio, Fiore… einhvern tíma hefðu þeir nú verið taldir með bestu ítölsku leikmönnunum. Vissulega vantaði Cannavaro, Vieiri, Cassana og Totti. Del Piero komst ekki í liðið.
Íslendingarnir áttu flestir fínan leik í gær. Frábær kveðjuleiur fyrir Birki maður enda sýndist mér kallinn alveg vera að brotna þegar honum var skipt útaf og 20000 manns fögnuðu honum. Mér fannst 3 leikmenn Íslands standa upp úr í gær. Gylfi var frábær og það er alveg ljóst að hann á eftir að gegna lykilhlutverki í þessu landsliði. Eiður Smári var frábær og sýndi bara af hverju hann er talinn með betri knattspyrnumönnum heims. Svo er alltaf jafn gaman að horfa á Heiðar Helugson, báráttann er ótrúleg og ekkert smá gaman að fylgjast með honum.