Þetta byrjar fyrst á því að þér fer alltaf að langa til að fara meira og meira út. Þú tekur svo eftir því að þú sækist meira í grösugt umhverfi frekar en tyggjóklesstar götur.
Svo ferðu að svitna í svefni, en þú finnur ekki ástæðuna fyrr en þú tekur eftir ullinni sem er byrjuð að vaxa á bakinu þínu.
Fingurnir stirðna allir upp. Þá á ég við alveg rosalega. Þú átt erfitt með að hreyfa þá í fyrst og svo fara þeir að minnka og verða svartir. Á endanum breytast þeir í klaufar.
Mesta breytingin verður í andliti. Eyrun á þér lengjast, nefið breytist, augun líka, og lögunin. Áður en þú veist af þá fer hausinn á þér að snúa upp, en það er allt í lagi, það lagast þegar þú hættir að labba á tveimur fótum.
Ullin heldur áfram að vaxa, og á endanum ertu þakin hlýrri ull. Um það leyti hafa fætur þínir minnkað töluvert og álagið á bakinu er svo mikið að þú ert byrjuð að labba á fjórum fótum.
Að lokum breytast fæturnir svo algjörlega, og þú færð klaufir, og áður en þú veist af ertu orðin…
<b>KIND!</b> Já! Þú ert orðin stór og feit kind, og fólk starir á þig hvert sem þú ferð! Sama hvort þú ert í Blómavali, Bónus eða á Bæjarins Bestu, þá stara allir á þig! Þú færð óskipta athygli, en sko, þá kemur einmitt lokatakmark þessa skemmtilega kerfis.
Þú getur ekki lengur notað internetið! Þú kemst ekki á Huga.is! ÞÚ GETUR EKKI SÉÐ HVAÐ HINN LEIÐINLEGI NOTANDI VAR AÐ SKRIFA!
Mér finnst þetta alveg frábær úrlausn hjá yfirmönnum Huga.is og eiga þeir margfalt hrós skilið. Húrra! Húrra! Húrra!<br><br>Með kveðju,
忍者マン
<a href="
http://www.vilhelm.is/“><font color=”green“>Vefsíða</font></a> - <a href=”mailto:vilhelm@vilhelm.is“><font color=”green“>Vefpóstur</font></a>
<i>”Villi sagði: ‘Verði stuð!’ Og það varð stuð. Villi sá, að stuðið var kúlt, og Villi greindi stuðið frá plebbaskapnum."</i>
- Genesis, 1. kafli (endurskoðuð útgáfa)