Ég sá í dag frétt í DV um vörubílstjórann sem var viljugur til þess að fórna lífi sínu til þess að bjarga lífi heillar fjölskyldu. Þessi maður er þjóðarhetja - svona fólk á að fá Fálkaorðuna! Ekki eitthvað lið sem hefur setið inni á skrifstofu og slegið inn tölur í reiknivél.
Fyrir þá sem ekki vita, þá var þessi maður alveg við það að keyra á þetta fólk, eða öfugt, og ákvað hann í snatri að keyra niður af brú á risastórum vörubíl - það er ekki beint líklegt að fólk lifi það af, en hann komst frá því með skrámur á sér og bjargaði lífi þeirra allra.
Hetjan mín herrar og frúr.<br><br><font color=“#FF0099”>
-
it's not what you're able to do that really matters,
the things that we leave behind are what we are made of.
it's born as a small spark in the back of your head,
lives on as a fire, and it's still burning.
-
<b><a href="http://www.maus.is">maus</a> - without caution</b></font