Ég er einn af þeim sem hafa aldrei haft mikið álit á pikköpp línum, en um helgina fékk ég hreinlega nóg. Á mínum yngri árum las ég pikköpp línur og hló að þeim, ég hélt að þær væru til skemmtunar. Nú hef ég komist að hinu sanna.
Allir kannast við hrikalegar línur eins og
“Var það ekki vont?”
“Var hvað vont?”
“Þegar þú féllst af himnum”
En nú í sumar virðist ný, og enn verri lína hafa skotið upp kollinum. Þessi lína er líklega sú slappasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt og eftir því sem ég best veit þá er árangurinn enginn af henni.
Þetta er auðvitað línan: “Hæ, ert þú ekki í Nylon?”
Ég vil vinsamlegast biðja karlmenn hér að nota þessa línu aldrei. Hins vegar mega stelpur nota línuna: “Hæ, ertu ekki Einar Bárðarson?” Það er lína sem mun aldrei deyja, enda frábær icebreaker. ;)<br><br>Dagfari
<b><font color=“#C0C0C0”>|</font></b> <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=dagfari“> <font color=”#008080“>Skilaboð</font> </a> <b><font color=”#C0C0C0“>|</font></b> <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Dagfari“> <font color=”#008000“>Info</font></a> <b><font color=”#C0C0C0“>|</font></b> <a href=”http://www.saintsfc.co.uk“> <font color=”#FF0000“>Saints FC</font></a> <b><font color=”#C0C0C0">|</font></