Mér finnst alveg feykinóg að þurfa að lesa í gegnum langa grein hér á Huga. Ef fólk vill koma einhverju frá sér þá er lágmark að leggja eitthvað á sig. Það að skrifa heilu greinarnar án greinamerkja og greinaskila er ávísun að a.m.k. 10 komment, bara á uppsetninguna.
Með því að gera greinamerki og greinaskil reglulega margfaldast líkurnar á því að mark sé á manni tekið og greinin hljóti þá athygli sem hún á skilið.
Stafsetningin er sér á báti hjá mér. Innan við 10 stafsetningavillur í 20 lína grein þykir mér ásættanlegt, allt fyrir ofan það er hrein leti. Margir kjósa það að skýla sér á bakvið lesblindu, en það er engin afsökun. Lesblindir hljóta að þekkja einhvern sem getur lesið yfir greinarnar áður en þær eru sendar inn. Ég efast um það að einhver Hugari sé einbúi í Himnalayafjöllum. Lesblindir þurfa bara hreinlega að leggja meira á sig en aðrir, það þýðir ekkert að gefast bara upp.
Að sjálfsögðu geta stafsetningavillur slæðst inn í greinar og það er alveg eðlilegt, hins vegar er aðeins hægt að kenna leti um greinar sem innihalda yfir 10 villur í hverri línu. Rétt málfar og stafsetning virðast bara vera á undanhaldi þessa dagana og fólk virðist vera alveg sama um málið.
Sérðu t.d. einhvern fyrir þér taka mark á kvörtunarbréfi sem þessu:
“Mjér var að keyba osd hjá iggur ý gær og avgreyslumaryn reinnty að láda mér borrga myglu meyra en sdóð á kasanum. Mjér ættlar aldey að keyba ý þesary búð attur.”
Ég efast um að verslunarstjóri viðkomandi verslunar myndi nenna að taka mark á þessu. Þetta er ekki nema um 1 lína, samt tekur svipað langan tíma að lesa þetta og ágætlega uppsetta 10 línu grein.
Þetta er hreinlega spurning um það hvernig þú vilt að þú sért þekktur fyrir að skila efni af þér. Ég myndi til dæmis ekki ráða til mín pípara sem væri með fyrirtækið “Píbaraþjónnusstann”. ;)<br><br>Dagfari
<b><font color=“#C0C0C0”>|</font></b> <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=dagfari“> <font color=”#008080“>Skilaboð</font> </a> <b><font color=”#C0C0C0“>|</font></b> <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Dagfari“> <font color=”#008000“>Info</font></a> <b><font color=”#C0C0C0“>|</font></b> <a href=”
http://www.saintsfc.co.uk“> <font color=”#FF0000“>Saints FC</font></a> <b><font color=”#C0C0C0">|</font></