Það fer mjög í taugarnar á mér þegar fullorðið fólk skammar mann fyrir að spila of mikið af tölvuleikjum, sérstaklega þegar maður var yngri. Þá sagði það manni alltaf að fara út að leika sér í stað þess að hanga inni og rykfall fyrir framan tölvuna.

Sem ungum dreng fannst mér gaman að leika mér úti. Og ég skil vel afstöðu fullorðins fólks gagnvart heilbrigði þess. En þegar það amast við tölvuleikjum finnst mér fullorðið fólk skjóta sig í fótinn.

Rannsóknir sýna að áhorf á sjónvarp eykst eftir því sem einstaklingarnir verða eldri. Fólk fimmtíu ára og eldra er í flokki þeirra sem horfa mest á sjónvarp og meðalfjöldi klukkustunda á dag sem það eyðir fyrir framan kassann eru ófáir.

Vísindamönnum brá í brún þegar þeir fengu þessar niðurstöður úr rannsóknum sínum. Þeir athuguðu málið betur og komust að því að börn og unglingar horfa ekki nándar nærri eins mikið á sjónvarp - það eyðir frítíma sínum mun frekar við að spila tölvuleiki.
Í þessum korki ætla ég ekki að fara nánar út í þroskandi áhrif þess á heilann að spila tölvuleiki, en ég get nefnt dæmi um þroskaðri heilastöðvar ungs fólks í rökhugsun, viðbrögðum og því að takast á við verkefni. Gott og vel.
Ég vil hins vegar benda á að rannsóknir sýna einnig að heilinn starfar aldrei minna en þegar horft er á sjónvarp. Og þá er svefn talinn með. Sláandi staðreynd. Þá kýs ég nú frekar gagnvirka afþreyingu eins og tölvuleiki þar sem maður þarf einbeitingu, hæfni, snerpu og þar fram eftir götunum.

Hefðu tölvuleikir verið fundnir upp á undan sjónvarpinu er ég handviss um að foreldrar nútímans væru að skamma börnin sín hvað eftir annað fyrir þetta bannsetta sjónvarpsgláp og sagt þeim að fara í tölvuna.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Sól tér sortna,
sígur fold í mar.
Hverfa af himni
heiðar stjörnur.
Geisar eimi
við aldurnara.
Leikur hár hiti
við himin sjálfan.

<i>Völuspá</i></a