Eitt er víst og það er það að einhverjar manneskjur koma með algjörar öfgaskoðanir, og svo leiðast allar umræður út á það að gagnrýna þær.
Þetta er ekki gagnrýni á brjóstastækkanir, eða hvað annað sem ykkur dettur í hug að skrifa um, heldur hvernig umræðan fer fram. Nýlega var sendur inn korkur/grein um ballet og fótbolta, ekki beint áhugaverð að mínu mati, en stuttu eftir greinina, þá skrifaði einhver harkalega gagnrýni á greinina, eða öllu heldur einn punkt í greininni. Fljótlega byrjuðu allir að skipta sér í hópa, allir sem fylgdu þessari skoðun en ekki hinni, voru harðlega gagnrýndir af þeim sem fylgja hinni skoðuninni. Og það vilja allir sanna sig og koma með nýja punkta og ný sjónarmið til að styrkja aðra fylkinguna, raunar eru margir sem koma ekki einu sinni með punkta, bara segjast sammála öðrum hvorum.
Og helvítis blótsyrðin, djöfulsinns asnar sem fylgja þessari skoðun, sjá þeir ekki að þeir hafa greinilega rangt fyrir sér.(yfirleitt með “fokking”)
Það koma alltaf upp ágreiningar, ef þú fílar leoncí, vilt risastór brjóst eða ert rastisti dauðans, jafnvel þó að þú viljir litla krakka í bikini, ekki gleyma að vera umburðarlynd hvort við annað. Og þið nöldrarar sem endilega viljið röfla um einskisverða hluti, haldið aftur af ykkur og reynið að vera kurteis.
Ég er sáttur við heilbrigða gagnrýni á þessa grein, en vinsamlegast ekki gerast öfga-satanistar og sprengja upp fjölskyldu mína og alla þá sem eru sammála mér bara vegna þess að ykkur líkaði illa við sjónarmið mín eða hvernig ég kom þeim frá mér.
það er ekkert stolið við þessa