Þetta e-mail fékk ég frá rsk.
Ágæti viðtakandi.
Til frekari þjónustu við þá sem töldu fram rafrænt verður aðgangur að álagningarseðlum opnaður fyrir þá á rsk.is 28. júlí. Seðlar til þeirra, sem ekki hafa afþakkað pappír verða póstlagðir í lok júlí. Vegna frídags verslunarmanna má reikna með að margir fái þá ekki fyrr en þriðjudaginn 3. ágúst, eða viku eftir að þeir verða aðgengilegir á rsk.is.
Flestir þeir, sem töldu fram á netinu, geta nálgast álagningarseðilinn á þjónustusíðu sinni á rsk.is með kennitölu og veflykli. Þegar farið er inn á þjónustusíðu í fyrsta sinn er útbúinn varanlegur veflykill sem veitir aðgang að rafrænni þjónustu á rsk.is framvegis. Finnist veflykillinn ekki, má hringja í síma 563-1111 á skrifstofutíma og fá aðstoð.
Við hvetjum alla, sem ekki hafa þegar afþakkað álagningarseðil á pappir, til að fara inn á þjónustusíðu sína fyrir 12 júlí n.k. og gera það, til að komast hjá óþarfa pappírsnotkun og spara prentun og póstburðargjöld.
Kostir í boði eru meðal annars:
- Afþakka öll gögn á pappír
eða bara álagningarseðil
eða bara framtal næsta árs
- Tilgreina (annan) bankareikning fyrir hugsanlegar endurgreiðslur
- Breyta tölvupóstfangi
Við hvetjum þá sem eru búsettir erlendis sérstaklega til þess að nýta sér rafræna þjónustu RSK. Það einfaldar málin við framtal næsta árs.
Ríkisskattstjóri þakkar þátt þinn í að efla rafræna stjórnsýslu og stuðla að hagkvæmi.
Bestu kveðjur,
ríkisskattstjóri.
<br><br>———————————————–
<i>Mundu að þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig .. </i