Borgarholtsskóli er búinn að sann sig þvílíkt, þeir voru ógðeslega duglegir og eiga sko hrós skilið. En mér finnst fólk hafa svo rangt viðhorf gagnvart þessari keppni, og þá emmerringum. Hvers vegna ætti liði sem sigrar ekki að eiga það skilið, hvaða lið sem það er? Emmerringar standa í geðveikislegri þjálfun og dugnaði fyrir þessa keppni, sem sést á því að þeir hafa unnið 9 ár í röð. Það er enginn tilviljun eða heppni og þess vegna enginn ástæða til að vera með e-h móral gagnvart þeim. Það liggur í augum uppi að þeir eiga skilið þar sem þeir hafa unnið. En ég geri fastlega ráð fyrir að næsta ár verði emmerringum hættulegt, þá verða þeir með algjörlega nýtt lið og þá verður t.d. Borgarholtsskóli væntanlega orðinn sjóaðari í þessu. En mér finnst lið Borgarholtsskóla eiga skilið að fá utanlandsferð rétt eins og MR, og reyndar væri það besta auglýsing sem ferðaskrifstofan gæti gert að bjóða þeim líka fyrir frábæra frammistöðu. Er fólk ekki sammála?? Markaðshyggjan sko, að skapa jákvætt umtal…
- “In The Middle Of Difficulty Lies Opportunity” - Albert Einstein -