Það kemur æ oftar fyrir að ég rekst á notendur, þar sem að það stendur í notandaupplýsingum þeirra; “'Notandi' hefur ekki stillt áhugamálin sín hér á hugi.is. Þú getur látið viðkomandi vita með því að senda skilaboð.”
Að skilgreina áhugamál sín hér á huga, gerir hugurum auðveldara að finna sér þann félaga sem á sömu áhugamál og maður sjálfur, hvort sem það er einungis til spjalls á netinu eða til þess að eignast nýjan vin. Því vil ég hvetja alla hugara til þess að gera eins og ykkur er ráðlagt að gera þegar þið rekist á hugara með óstillt áhugamál, að senda honum skilaboð um að drattast til að gera upp hug sinn!
Stöndum saman gegn ráðvilltum, ræktum okkar áhugamál.
- Hugi án áhugamálleysingja 2006!<br><br>Annars er ég frekar andvígur íhaldi.