ÉG er ósammála JRekdali og palla með það að þetta sé ógerlegt.
palli segir að alltaf þegar boðið sé uppá þetta frítt þá verði álagið áþreifanlega ofmikið: En samt hefur það gengið bærilega. Það myndi ganga jafn bærilega alla aðra daga ársins. Samt er það staðreynd að eina ástæðan fyrir þessu ótrúlega álagi er sú einmitt að tíminn er svo naumur, ef utanlandsdánlád væri yfirhöfuð frítt, allan sólahringin, allt árið, myndi álagið vitanlega dreifast og vera ekki í námunda við það sem er á þessu hræsilegu “frídögum” þeirra… jafnvel þótt það yrði kannski aðeins meira en það er í dag.
Það var verið að taka nýjan sæstreng í gagnið fyrir stuttu sem ku hafa bandvídd margfalt á við þann gamla, skárra væri það nú ef hann réði ekki við almenningsumferð. Til þess er nú samgönguráðuneytið. Ég veit ekki betur en að það sé ríkið sem borgi fyrir þessa sæstrengi, íslenska þjóðin sem borgi með sköttunum sínum. Hvar fá símafyrirtækin leyfi til að rukka okkur í annað sinn.
Mínar fullyrðingar: 1. Kerfið réði auðveldlega við almenna notkun. 2. Ríkið leggur sæstrengina.
Ef þetta er ekki rétt, rökstyðjið það.
Ég held því að eina ástæðan fyrir því að Síminn (og Ogvodafone) eru að skattleggja okkur svona er sú að hann kemst upp með þetta. Og eina ástæðan fyrir því að JReykdal er með þessum skatti er sá að hann vinnur hjá Símanum.
Því þetta er ekker annað en skattur eða tollur, hvort sem fólk kýs að kalla þetta. Og sama toga og bensínskatturinn alræmdi.
Nú á dögunum svaraði Geir Haarde fyrirsprunum um það hvort ríkið hyggðist draga úr bensínsskatti til að koma á móts við hækkandi heimsmarkaðsverð þannig að það væri ekkert óeðlilegt að ríkið héldi uppi háu bensínverði til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum.
FATTIÐ ÞIÐ ÞETTA?
Það er sem sagt vilji fyrir því að verðið á bensíni sé yfir 100 krónum til þess að sporna við bílaumferð. Með sömu rökum ætlar hann væntalega að hækka skattin jöfnum höndum ef heimsmarkaðsverði lækkar aftur, svo fólk fari nú örugglega ekki að freistast til þess að fara keyra meira. Umhverfið megi ekki við því. Refsum fólki fyrir að nota bíla, í þeim tilgangi að vernda umhverfið, jafnvel þótt að það verði nú að teljast fremur vafasamt hvort ástæða sé til.
Að sama skapi skulum við refsa fólki fyrir að dirfast að nota internetið í útlöndum til þess að vernda einhvern sæstreng; jafnvel þótt að það sé í raun enn minni ástæða til. Sæstrengurinn nýji myndi spjara sig ágætlega. Meira segja sá gamli hefði spjarað sig fínt.
Óprúttin fyrirtæki eru að hafa okkur að féþúfu.<br><br>
Það er ekkert stolið við þessa <b>undirskrift</