Já, alveg frábær úrslit. Ég var að vona að Ítalir myndu skora svona undir endann, bara til þess að sjá gleði svipinn OG svo tárin þegar þeir fengu að vita af 2-2 hjá Dönum og Svíum. Þeir eru nefnilega sannir karlmenn ítalirnir…
Ég held með Hollandi og hef gert það lengi - og rosalega verð ég nú reiður út í Tékkana ef þeir gefa Þjóðverjum sigurinn í leiknum á morgun.
Hérna er smá bútur sem ég fann á mbl.is;
<i>Karel Brückner, þjálfari Tékka, hefur lýst því yfir að hann muni hvíla lykilmenn sína og leyfa varamönnunum að spreyta sig. Þjóðverjar vita því ekki hvers konar liði þeir mæta. Varnarmaðurinn Tomas Ujfalusi, sem leikur með þýska liðinu Hamburger SV, kynti undir óöryggi þeirra á blaðamannaafundi í dag þegar hann sagðist reikna með því að liðið yrði eins skipað og á móti Hollandi. Þýskir fréttamenn spruttu úr sætum sínum og demdu yfir hann spurningum um uppstillinguna en Ujfalufsi sat hinn rólegasti og glotti bara til þeirra.</i>
-
Ég hef mjög mikið álit á Tékkunum, en það mun lækka töluvert ef þeir reyna ekki einu sinni á morgun - Hollendingarnir eiga skilið að komast áfram, enda með frábært lið. Þeir voru bara ótrúlega óheppnir á móti Tékkunum…<br><br><font color=“#FF33CC”>Kveðja,
Hrannar Már.</font>
<i><font color=“#00A5DB”>'Þetta getur ekki verið Hrannar…það er kvenfólk nálægt honum' -</font></i> <b><font color=“#FF3399”>JReykdal</font></