mér finnst þetta fullkomlega eðlilegt… þarna eru þeir sem sjá um daglegan rekstur á huga að benda á það sem þeir telja vera betra….
svo er stór hluti atvinnu vefforritara á íslandi farnir að nota firefox eða opera… og aftur á móti stórhluti þeirra keyrir windows…
ok… deilum þá um öryggið
internet explorer er búið að skrifa inn djúpt í hluta windows stýrikerfisins sem þýðir að það fær aðgang að hlutum sem að t.d. aðrir vafrar fá ekki… þar af leiðandi eru öryggisholur í IE mun hættulegri en holur sem ef til vill eiga eftir að koma í ljós þegar notkun eykst [eins og þú bendir réttilega á]
ófagmannleg auglýsing?
af þessum 3 vöfrum, firefox, opera, ie, þá hefur ie versta trackrecord í því að fylgja eftir opnum stöðlum. sem þýðir svona í stuttu máli að stundum vegna tímaskorts, þá neyðast vefforritarar til að velja á milli hvort að vefur virki bara í IE eða hinum vöfrunum… vegna skítafixa sem þarf að gera fyrir IE…
ofan á allt þetta, þá hefur þróun á IE verið hlægilega hæg miðað við í hvernig fjárhæðum IE deild MS ætti að synda í , en það er líklegast einmitt vegna ofurstærðar sinnar sem MS lítur á IE sem fullbúna vöru og tilgangslaust að þróa hana meira…
og það er líklegast rétt hjá þeim… ef að markaðurinn er sammála og það er engin samkeppni…
en bæði manna á milli, orð af orði, og með svona auglýsingum, þá er markaðurinn að breytast og samkeppni að aukast… sem er væntanlega heilbrigt og öruggara…
því að ef allir vafrarnir væru með 33 prósent markaðshlutdeild þá væri engin einn stórt skotmark fyrir veirusmiði
p.s.ég hef t.d. séð tvær stelpur, sem voru engir ofurnotendur og höfðu notað IE í 1-2 ár, hálfgert frelsast með opera og sögðu eftir 2 mánuði við mig “ég skil ekki hvernig ég gat notað ie”