Já, þá fer að líða að því að ég kaupi mér fyrsta sólbaðsstofukortið - ljósakortið.
En þar sem ég er alger nýgræðingur í þessu þá vill e´g fá smá ráð frá þeim sem vita betur :)
Ég á heima í Mosó en mér er nokkuð sama þó að ég þurfi að keira í bæinn ef betri stofa er í boði þar, bara ekki OF langt.
Verðið þarf líka að vera í góðum flokk, ég er samt ekki alveg með það á hreinu hvað ljósakort kosta en ég er að spá í að fara bara í ca. 5 tíma.
Hugsunin er sú að ég fari í ca. 5 ljósatíma áður en ég fer til Sólarlanda í byrjun Ágúst, og verði því búinn að “hita upp húðina” þá ;) hehe
er einhver með ráð?
***Hvar eru bestu bekkirnir?
***Hvar eru bestu kjörin (5 tímar)?
eða eruði með einhver killer ráð fyrir mig? ;)
takk fyrir.